Welcome to my world

Enn eitt Blogg.is bloggið

það hlaut að koma að því

Jæja, 13 dagar til jóla. Eruð þið búin að græja allar jólagjafirnar? Við eigum aðeins eftir, en bara smotterí samt. Ég segi græja út af kreppujólum og  ekki víst að allar gjafir séu keyptar. Ég til dæmis er búin að vera að prjóna jólagjafir, og það er eins gott að þið verðið sátt sem að fáið þær!!! Einhverjir eru búnir að segjast ekki vilja gjafir, og ég er sammála, í guðs bænum ekki vera að gefa okkur neitt. Nema þið hafið eitthvað alveg sérstakt í huga, ég ætla að gefa á einn stað gjöf sem ég var búin að ákveða fyrir þónokkru síðan þó svo að viðkomandi “vilji ekki” gjafir. Ég ætla reyndar að gefa öllum börnum (bara litlar bækur, ekki panikka) hvort sem þið viljið það eða ekki.

Anyways, þá erum við loksins búin að fjárfesta í lappa. Núna verður hugsanlega meira um blogg þar sem ég get setið með tölvuna í fanginu og glápt á imbann í leiðinni. Jájá, ég veit ég er sjónvarpssjúklingur. Mér finnst bara svo leiðinlegt að hanga yfir tölvunni uppi og geta ekki fylgst með neinu.

En talandi um sjúklinga. Eins og þið eflaust vitið á að loka Selinu í byrjun Janúar og flytja vistfólk í Kristnes. Einungis 12 af 32 af staffinu fékk áframhaldandi vinnu og var ég ein af þeim. Heppin ég :o ) Það er svo margt sem mig langar að segja um þessa lokun en ég ætla að láta það duga að segja að þetta hafi verið skyndihugmynd sem framkvæmd var í snatri. Hvar er sparnaðurinn? Það þarf að borga öllum hinum konunum bótarétt (biðlaun) í allt að ár mörgum hverjum, og okkar hjúkrunarsjúklingar taka rúm í Kristnesi frá endurhæfingarsjúklingum sem munu ílengjast á öðrum deildum sjúkrahúsins og stífla rennslið þar. HVAR ER SPARNAÐURINN?

Anyways, Bara svona af því að ég er svo dugleg að blogga (hóst), þá langar mig að færa mig yfir á síðu þar sem ég get sett inn myndir. Einhverjar hugmyndir? eða er það bara 123? Hvað er best?

Nú held ég að þetta sé að verða gott í bili, ttfn, hugs&kisses to you all.

11. desember 2008 | skvisa | Óflokkað | 5 ummæli

Þjóðhátíð!!!!

Þetta krefst nú alveg sér færslu :o )

Nú er ég loksins búin að landa miðunum í Herjólf. Þökk sé Svanhvíti snillingi. Nú geta allir andað léttar og sofið áhyggjulaust. Þetta á eftir að vera svo geðveikt gaman, ég get ekki beðið. Allt í einu áttaði ég mig á því það eru bara 9 dagar þangað til við förum, OMG þetta er barasta alveg að bresta á. En þar sem Edda kemur með er sex í Eyjum búið að vera, við verðum að finna útúr þessu.

Best að fara að ganga frá þvotti svo ég farið að sofa

22. júlí 2008 | skvisa | Óflokkað | 3 ummæli

4&1/2 mánuði seinna!

Loksins. Það var nú löngu vitað að ég yrði ekki sú aktívasta við þetta bloggdæmi, en þetta er nú fullgróft. Reyndar gekk mér eitthvað illa að komast inn í systemið á tímabili.

Anyways, nú eru allir komnir í sumarfrí. Það byrjaði nú frekar illa. Skelltum okkur í Leyningshóla með Ingu, Jóni, Sigrúnu og Helga. Fórum í þúfnabolta þar sem Trausti sneri sig heldur illa og náði að slíta liðbönd. Mjög skemmtilegt. Núna 2 vikum síðar prófaði Trausti að fara í vinnuna en var orðinn ónýtur í löppinni og skellti sér til læknis sem sagði honum að hann mætti ekki byrja að vinna fyrr en eftir 2 vikur í fyrsta lagi :o /

Síðustu 2 vikurnar erum við búin að vera á faraldsfæti. Þó hefur þetta verið takmarkað sumarfrí þar sem Trausti er bundinn við að vera nálægt bílnum út af löppinni á sér. Fórum á húsbílnum í 4 daga í borgarfjörðinn og náðum dásamlegu veðri. Fórum svo yfir Kjöl á Nóa litla, það var nú upplifun útaf fyrir sig. Það var rigning eiginlega alla leiðina svo að við sáum nú ekki mikið. Verðum bara að gera þetta aftur :o ) Vorum svo í Hveragerði hjá Frosta og Sonju í 6 daga. Það var nú aldeilis gaman. Eyddum einu eftirmiðdegi í safnarúnt. Fórum á bílasölu á Selfossi, Veiðisafnið á Stokkseyri (máttum ekki taka myndir:o( ), draugasafnið var víst of scary fyrir litla orma slepptum því, horfðum bæði á skiltið sem benti á ævintýragarðinn en nenntum ekki. Brunuðum yfir á Eyrarbakka og skoðuðum byggðasafnið þar. Það var nú bara ansi magnað. Sáum ekkert merkilegt í Þorlákshöfn, rúntuðum bara. Annars bara lágum við í leti og gerðum ekki neitt. Fyrir utan að dást að litlu dúllunni þeirra. Já, Sonja er semsagt búin að eiga. Missti vatnið í útilegu :o ) Það munaði bara nokkrum mínútum að hún væri 6.Júlí eins og Snædís. Drifum okkur svo heim á laugardagsmorgni og vorum í “samfloti” með Didda :o ) Stoppuðum nú ekki lengi heima. Vorum eiginlega bara búin að henda dótinu okkar inn, þegar við ákváðum að grípa húsbílinn og skella okkur í Skóginn. Það var alveg dásamlegt, náðum yndislegu veðri.

læt þetta duga í bili, vonandi líður ekki jafn langt næst.

21. júlí 2008 | skvisa | Óflokkað | Engin ummæli

Jæja!!!

Hvað segiði? eruði farin að sakna mín?

það er nú bara þannig, að mér finnst bara aldrei neitt markvert gerast í lífi mínu. Spurning um að fara að breyta því eitthvað? Anyways, það er alltaf það sama að gerast: éta, sofa, vinna, hugsa um börnin…. ekki endilega í þessari röð samt. Eiginlega kemur “hugsa um börnin” soldið oft fyrir í sömu setningunni!

Lenti í ”ævintýri” í dag. Var að rúnta með börnin á mínum terrano > bíddu, ég var ekki búin segja frá bílaviðskiptunum! Semsagt, Spacewagon seldur og Nissan terrano II keyptur, Toyota Carina II seld og Galant keyptur. ( Svanhvít, ég er ennþá með lykil af toyotunni ef pabbi þinn vill hann( og typiskt Trausti: gleymdi golfsettinu sínu í Tótu)) Jæja, ég var semsagt að burra um bæinn, og var á leiðinni heim. Var að keyra upp Hörgárbrautina frá Olís, þegar ég ætlaði að skipta um akrein og allt í einu sat ég barasta og horfði á umferðina koma á móti mér! Ég hélt ég væri orðin vön að keyra í afturhjóladrifinu, er nú búin að skemmta mér við að sletta rassinum hingað og þangað, en þessu átti ég nú ekki von á!!! Úps, sat þarna hálf í skafli á móti umferð ( allir stopp að horfa á mig) setti í fjórhjóladrifið, bakkaði útúr skaflinum og sneri við. Þetta var nú bara eitt af því heimskulegasta sem ég hef lent í. En konan sem ég lenti “á móti” var svo indæl/yndæl? ð elta mig heim, til að vera viss um að ég væri nú ekki að deyja úr sjokki, sagði mér að hún hefði séð annan fara svona í gær líka. Þannig að ég er greinilega ekki ein um einhverja fáránlega hringavitleysu á götum bæjarins ;o)

Er búin að vera að “djöflast” í ræktinni. Búin að mæta nokkuð vel á námskeiðið, en ekki nógu vel þar fyrir utan. Þar spilar inní vinnan og lasin börn :o ( annars reyni ég alltaf að fara þegar ég er í fríi á morgnanna. Er þó samt búin að skafa svolítið utan af mér, þannig að þetta er nú bara nokkkuð gott. En munið þetta: GÓÐIR HLUTIR GERAST HÆGT! Svo er bara málið að kaupa sér kort, og fara að sprikla sjálfstætt. Á ég að koma niðreftir til þín Svanhvít, eða vill einhver vera memm í Bjargi? Mér finnst fínt að vera þar, lítið og persónulegt. Svo er ég reyndar að vonast eftir að tengdamamma gefi mér mánaðarkort sem tengdapabbi vann í einhverju lotteríi. Það er á Bjargi, en eftir það er ég free as a bird.

Arg, skrattans overwrite!!! hvernig losna ég við þetta helvíti???? Kannski bara spurning að læra að umgangast þennan skratta.

Er að  fara að halda 2 ára afmæli á morgun. Er búin að bjóða allri fjölskyldunni þá, en þið hin eigið að mæta á sunnudaginn í afganga. Um síðustu helgi var ég með stelpupartý á lau fyrir Birnu, og svo fjölskylduafmæli á sunnudeginum. Bara brjálað að gera. Eins gott að það er alveg mánuður í næsta afmæli!

Jæja, þetta er nú orðið alveg þokkalegt. Næsta blogg kemur úr Tungusíðu væntanlega, þar sem ég ætlast til að þið komið í sauna-partý (eða bara eitthvað) til mín!

Þetta blogg var í boði Kopparberg apple (í boði Ingu (kaupi samt nýjan handa þér esskan))

1. mars 2008 | skvisa | Óflokkað | 7 ummæli

Smá update

Jæja, náskeiðið byrjar í dag. Mér líst vel á þetta, er í góðum fíling. Á samt eftir fara sko,hehe! Þetta kemur allt í ljós.

14. janúar 2008 | skvisa | Óflokkað | 6 ummæli

Afsakið hlé!

Titillinn stolinn frá Sigrúnu sys. 

Ahh, þetta er eiginleg frekar vond hugmynd að ætla að blogga og gera það svo nær aldrei. Þá er svo langur tími sem þarf að covera. Eins og td núna jól og áramót og annað sem manni dettur í hug.

Jæja, jólin. Þau voru nú aldeilis góð. Ég fékk mjög gott jólafrí og reyndar fjölskyldan öll. Pakkaflóðið minnkar ekki skal ég segja ykkur og tók það tíma sinn að taka þetta allt upp. Og þá var eftir að losa dótið úr kössunum. OH MY GOD! Ég er viss um það að þó að þetta myndi lenda í miðri sprengingu myndi þetta samt ekki tætast í sundur!! Anyways, takk fyrir allar góðu gjafirnar. Jólin eru alltaf yndisleg, góður matur, góðar gjafir og síðast en ekki síst, börnin háttuð, rauðvín og jólakortalestur.

Við fórum í 3 jólaboð að venju. Á jóladag hjá ömmu og afa, á annan jóladag hjá tengdó og 28. í ættingjaboð sem amma og hennar bræður skiptast á um að halda.

Svo komu áramótin. Ég var á kvöldvakt, þannig að Trausti og börnin voru bara ein heima (vildi enginn koma og vera með þeim :o ( ) en þau höfðu það nú bara gott, elduðu fínan mat og fóru út á svalir með blys. Ég kom svo heim um 11.30 alveg mátulega í flugeldana. Við ætluðum að standa úti eins og venjulega, en Snædísi fannst of mikil hávaði og svo bara leist okkur ekkert á vindinn sem stóð beint á okkur, sérstaklega af því að fólk var niðri í garði að skjóta og ekkert að spá í það að mikið af þessu var að springa bara við nefið á okkur á svölunum. Þannig að ef eitthvað myndi fjúka inn á svalirnar þá langaði okkur ekki til að vera viðstödd. En svo komu nú Edda og Diddi og Svanhvít og Inga og Jón og Jóhannes Pétur. Er ég að gleyma einhverjum? Jæja, við spiluðum nýja party og co. Það var fínt, sérstaklega kórónuatriðið hans Trausta!haahaha.

Á þrettándanum fórum við svo í tvöfalt afmæli til mömmu og ömmu. Lambalæri og kalt svín í matinn. Fínt það. Alltaf gaman að hitta fólkið sitt og borða góðan mat. Og auðvitað tókum við þátt í að sprengja jólin í burtu.

Þá er uppgjörið búið. Komið að nútíðinni.

Loksins hafði ég það af að lúskra af stað í ræktina. Keypti mér aðhaldsnámskeið til að komast af stað. Ég er nefnilega viss um að það skiptir máli að fá stuðninginn og eftirfylgnina sem þessum námskeiðum fylgir. Námskeiðið byrjar reyndar ekki fyrr en á mánudaginn en af því að ég borgaði viku fyrr mátti ég byrja að mæta strax í tækjasalinn. Ég lét það tækifæri nú ekki sleppa frá mér og er strax farin að sjá mun á vigtinni :o) 

11. janúar 2008 | skvisa | Óflokkað | 3 ummæli

Seint og síðar meir!

Ha! þarf ég að fara að gera eitthvað?  Einhvern vegin held ég að þetta sé svona umþaðbil það sem búast má við af mér. Ein og ein færsla á stangli.

Anyways, nú er ég búin að vera í vikufríi og mér finnst ég ekki vera búin að gera neitt. Ég sem ætlaði að gera svo mikið. Er þó búin að hafa það af að gera svolitla jólahreingerningu, og kaupa og pakka inn nokkrum jólagjöfum. Já og meira að segja búin að senda út. Er þó ekki búin að kaupa neitt handa ykkur (þið skiljið sem við eigið) og var eiginlega að hugsa um að sleppa því alveg og gefa bara börnunum. (þ.e. þið sem eigið börn)

Aldrei þessu vant skrapp ég á djammið um helgina. Svakalega er ég ánægð með sjálfa mig. Fór meira að segja í 2 partý. Fyrst í fertugsafmæli og svo ”fyrstahelgarfríiðmittílangantíma”partý hjá Svanhvíti. Takk fyrir mig, þetta var geðveikt gaman! Sæki bara malibu-ið mitt í næsta partýi ;o) Nema partýið verði hjá mér! Er sko alveg til í það, sérstaklega ef að koma ALLIR, þá meina ég bauna og asna og bara alla vinina mína!! 

Svo var Diddi að tala um jólahittinginn. Mér líst vel á að hafa það 22.des, þá er ég í fríi :) Ég er alveg til í að “hósta” dæmið líka.

Nú er ég alveg púnteruð. Over and out.

13. desember 2007 | skvisa | Óflokkað | 9 ummæli

Piparkökuhúsið

Arrgh! Ætlaði að setja inn mynd, en er engan vegin að sigra þetta. Djös.

En að öðru. Er sko ennþá að uppgvöta nýtt hér, og komst að því að ég þarf að samþykkja komment, (nema ég geti breytt því, humm) svo nú er þetta loksins allt að koma saman.

TTFN

26. nóvember 2007 | skvisa | Óflokkað | 3 ummæli

Helgin búin

jæja, þá er helgin búin. Rosalega var mikið að gera! Á laugardag ætluðum við að vera rosadugleg og baka helling. En auðvitað var vigtin okkar batteríslaus, og þegar ég var búin að fá lánað hjá nágrannakonnu  (gott að búa í blokk sko) þá auðvitað komumst við að því að það var bara til sykur í eina uppskrift! Meira vesenið. Trausti fór svo út að hjálpa vini sínum að skipta um wc og skaust eftir sykri í leiðinni. Þannig að ég gat hnoðað í piparkökur.

Svo fórum við í matarboð til Helga. Hann var með stelpurnar sínar tvær og svo voru þarna líka Sigrún og Inga og Jón. Strákarnir elduðu hreindýr og hamborgarhrygg og þrjár sósur. Svo má nú ekki gleyma því að Helgi bakaði þessa líka fínu eplaköku. Svo sátu allir á blístri á blístri á eftir og við komum ekki heim fyrr en kl.22.

Við sváfum líka til 9.30 í gærmorgun. Þá loksins gátum við bakað piparkökurnar okkar. Og húsið! Svo auðvitað skreyttum við kökurnar og húsið. Trausti föndraði kókoskúlur, og svo komu gestir. Úff, það var nú eiginlega ekki gestahæft, allt í drasli eftir helgina. En þau fengu viðvörun áður en þau komu svo þetta var svosem í lagi. Við settum svo piparkökuhúsið saman þegar börnin voru komin í ró. Hingð til höfum við alltaf notað glassúr (sem er ekki nema ár og öld að stífna) og ákváðum að nota sykurbráð núna. Það var nú bara svolítið ævintýri. Sykurinn auðvitað límist saman á núll níu þannig að húsið er eiginlega bara jafn skakkt og öll hin árin hehe.

Jæja, nenni ekki að bulla meira. Hurðu ég er að gleyma því mikilvægasta! Hann Friðrik Gylfi er byrjaður að hætta með bleyju hérna heima við. Hann pissaði ekkert á sig í allan gærdag. Hann kom bara hlaupandi og sagði “mamma, pissa í dósina” og svo bara gerði hann það. Ég er svo stollt af honum!!!

Nú er ég hætt, TTFN

26. nóvember 2007 | skvisa | Óflokkað | Engin ummæli

Welcome to my world — Enn eitt Blogg.is bloggið

Fann þetta á gömlu bloggi hjá frænku minni.

Bjór-faðirvorið.

Bjór minn vor
þú sem ert í flösku
frelsist þinn tappi
tilkomi þín froða
freyði þínir humlar
svo í glasi sem í munni
svalaðu í dag mínum daglega þorsta
og skeyttu ei um vísaskuldir
svo og líka hjá þyrstunautum mínum
eigi leið þú oss á Astró
heldur ei á Nasa
því að þitt er valdið
gleðin og stuðið
að eilífu
Carlsberg

24. nóvember 2007 | skvisa | Óflokkað | 2 ummæli